Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 12. júní 2019 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danny Mills: Ef toppliðin kalla þá yfirgefur Espirito Santo Wolves
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo stýrði Wolves í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili. Wolves lék í Championship deildinni árið áður og vakti árangur félagsins athygli.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, er mikið orðaður í burtu frá félaginu og telur Danny Mills, sérfræðingur á Sky Sports, að Nuno muni yfirgefa félagið ef jafn stórt félag og Chelsea biðji um starfskrafta hans.

„Chelsea er klárlega skref upp á við fyrir Nuno. Hann myndi taka við ef Chelsea býður honum starfið," sagði Mills við Football Insider.

„Wolves er spennandi og Nuno er að gera flotta hluti þar. Það er ekki á hverjum degi sem félag á stærð við Chelsea kemur kallandi."

„Ég veit að Chelsea er í félagsskiptabanni og Hazard var seldur en þar er samt til staðar frábær leikmannahópur."
Athugasemdir
banner
banner