Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 12. júní 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Einkunnir leikmanna Íslands í undankeppni EM
Icelandair
Jóhann Berg er með hæstu meðaleinkunnina.
Jóhann Berg er með hæstu meðaleinkunnina.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hjörtur lék vel í síðustu tveimur leikjum.
Hjörtur lék vel í síðustu tveimur leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ísland hefur byrjað undankeppni EM vel en fjórum leikjum er lokið og er íslenska liðið með níu stig.

Fótbolti.net gefur leikmönnum einkunnir eftir alla leiki en eftir fjóra leiki er Ragnar Sigurðsson með hæstu meðaleinkunn þeirra sem hafa leikið alla fjóra leikina. Raggi fékk 10 fyrir frammistöðu sína gegn Tyrklandi í gær. Raggi er með meðaleinkunnina 7,25 eftir fjóra leiki.

Jóhann Berg er hinsvegar með meðaleinkunnina 7,6 en hann hefur leikið þrjá leiki og þá er Hjörtur Hermannsson með einkunnina 7,5 eftir síðustu tvo leiki.

Raggi er sá eini sem hefur fengið 10 en nokkrar áttur hafa litið dagsins ljós.

Meðaleinkunnir Íslands
Ragnar Sigurðsson 7,25
Birkir Bjarnason 7
Aron Einar Gunnarsson 6,75
Gylfi Þór Sigurðsson 6,75
Kári Árnason 6,75
Hannes Þór Halldórsson 6,25
Jóhann Berg Guðmundsson 7,6 ***
Ari Freyr Skúlason 6,6 ***
Rúnar Már Sigurjónsson 5,6 ***
Hjörtur Hermannsson 7,5 **
Viðar Örn Kjartansson 7 **
Kolbeinn Sigþórsson 6 **
Birkir Már Sævarsson 5,5 **
Hörður Björgvin Magnússon 5,5 **
Arnar Ingvi Traustason 5 **
Alfreð Finnbogason 5 **
Emil Hallfreðsson 7 *
Jón Daði Böðvarsson 7 *
Albert Guðmundsson 6 *
Arnór Sigurðsson 6 *
Sverrir Ingi Ingason 3 *

(* hefur spilað einn leik)
(** hefur spilað tvo leiki)
(*** hefur spilað þrjá leiki)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner