Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 12. júní 2019 16:25
Fótbolti.net
„Get ekki beðið eftir næstu kjaftæðis milliríkjadeilu"
Icelandair
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net
„Hér leikur allt á reiðiskjálfi," sagði Tómas Þór Þórðarson í Innkastinu eftir landsleik Íslands og Tyrklands. Innkastið var tekið á Laugardalsvelli en í þættinum var meðal annars rætt um pirring tyrkneskra fjölmiðlamanna.

Tómas sagði að tyrkneskir fjölmiðlar hefðu átt stóran þátt í því ástandi sem skapaðist fyrir leikinn en utanríkisráðherra Tyrkja var meðal þeirra sem sökuðu Íslendinga um slæma framkomu í garð landsliðs þjóðarinnar.

„Þeir bjuggu til eitthvað bull leikrit til ná að að peppa sig upp í þetta. Fjölmiðlamennirnir eru einhverjir mestu sökudólgarnir í þessu og þeir héldu umræðunni gangandi. Tyrkneskir kollegar okkar hafa vísvitandi haldið þessu á suðupunkti," sagði Tómas en hann segir að hlið Íslendinga hafi ekki fengið að koma fram í tyrkneskum fjölmiðlum.

„Ég get ekki beðið eftir næstu kjaftæðis milliríkjadeilu sem þeir búa til þegar við mætum grenjandi úr hlátri til Tyrklands í haust."

Sjúkrabílnum beint að vegg
Mikil læti sköpuðust fyrir leikinn en í Innkastinu segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, frá því þegar hann var sakaður um að hafa verið aðilinn sem var með uppþvottaburstann fræga á Keflavíkurflugvelli. Magnús fékk líflátshótanir á samfélagsmiðlum og var Instagram aðgangi hans lokað í kjölfarið.

Tyrkir grunuðu Íslendinga um græsku í ýmsum hlutum.

„Á síðustu æfingu Tyrkja fyrir leik var sjúkrabíll til taks eins og venjan er fyrir landsleiki. Á framhlið sjúkrabílsins er myndavél og Tyrkirnir báðu vinsamlegast um að framhliðinni yrði beint að vegg. Þeir töldu mögulegt að Íslendingar myndu nota sjúkrabílamyndavél til að fylgjast með æfingunni. Það segir sitt að þeir héldu að svona klækjabrögð gætu verið í gangi," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

Ísland vann leikinn í gær 2-1 og eru með níu stig í undankeppni EM en fjallað var um allt sem leiknum tengist í Innkastinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner