Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. júní 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
La Liga viðurkennir að hafa hlerað notendur forrits
Mynd: Getty Images
Efsta deild á Spáni, La Liga, var sektuð í vikunni um 250 þúsund evrur af spænsku persónuverndarstofnuninni.

Ár er síðan að deildin viðurkenndi að hún hafi hlerað notendur snjallforrits til þess að komast því hvort þeir væru að horfa á leiki í deildinni ólöglega.

Forritið er notað til þess að skoða stöðu leikja og ýmsar fréttir. Forritið gat lesið hvar notendur væru og gat virkjað míkrafóninn í símanum.

Niðurstaða stofnunarinnar er að deildin braut nokkrar reglur Evrópusambandsins hvað varðar gagnsæi og samþykki.

La Liga ætlar að áfrýja sektinni og er vonsvikin með niðurstöðuna. Talsmenn deildarinnar segjast hafa einungis hlustað eftir lykilorðum er varða ólöglega streymisnotkun en ekki reynt að rýna í heilu samtölin.
Athugasemdir
banner
banner
banner