banner
   mið 12. júní 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep ekki á leið í frí
Mynd: Getty Images
Manchester City vann þrefalt á nýliðnu tímabili á Englandi. City vann úrvalsdeildina, enska FA bikarinn og enska Deildabikarinn.

Eina sem Pep Guardiola, stjóra City, tókst ekki að vinna var Meistaradeildin.

Einhverjar sögusagnir hafa verið um það að Guardiola ætlaði sér að skipta um umhverfi. Hann hefur verið orðaður við stöðuna hjá Juventus og einnig hefur verið nefnt að hann tæki sér mögulega frí frá knattspyrnu eins og hann gerði áður en hann tók við Bayern Munchen árið 2013.

„Ég er ekki á leið í árs frí. Ég er ungur og ég er hungraður í árangur. Orðrómarnir eru ósannir. Ef City lætur mig ekki fara á er ég ekki á leið burt frá félaginu," sagði Guardiola í viðtali við Marca í dag.

„Allir vilja vinna Meistaradeildina, það er stærsta áskorunin. Við stefnum að því að fara lengra á næsta ári. Ef okkur mistekst þá reynum við aftur árið eftir það."

Guardiola neitaði því aðspurður að hann væri á leið til Juventus í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner