Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. júní 2022 17:46
Elvar Geir Magnússon
Aðeins tæplega 2 þúsund miðar seldir - Tekur fólk aftur við sér á leikdegi?
Bjórsalan verður áfram á morgun.
Bjórsalan verður áfram á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Steinke
Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari vill finna orku frá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins.

„Við viljum helst spila fyrir fullu húsi á heimavelli og það séu allir að ýta liðinu í rétta átt," sagði Arnar á fréttamannafundi.

Ísland mætir Ísrael á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni annað kvöld. Möguleikar Íslands á að vinna riðilinn verða að engu ef sá leikur tapast.

Miðasala á leikinn hefur farið frekar hægt af stað og aðeins tæplega 2 þúsund miðar seldir en fólk tók við sér síðasta sólarhringinn fyrir leikinn í síðustu viku eftir fréttir af bjórsölu. Bjórsölunni verður haldið áfram á vellinum á morgun.

Birkir Bjarnason landsliðsfyrirliði var ánægður með andrúmsloftið í jafnteflinu gegn Albaníu þó hann hafi viljað fleiri á völlinn.

„Hún var mjög góð. Við fundum alveg fyrir því, þó við viljum fleiri á völlinn. Við þurfum stuðning frá fólkinu," segir Birkir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner