Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. júní 2022 14:14
Elvar Geir Magnússon
Arnar: Úrslit í æfingaleikjum skipta engu máli
Frá leiknum í San Marínó. Aron Elís Þrándarson skoraði eina mark leiksins.
Frá leiknum í San Marínó. Aron Elís Þrándarson skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frammistaða íslenska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn San Marínó í síðustu viku hefur verið gagnrýnd harðlega. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var á fréttamannafundi í dag beðinn um að tjá sig um leikinn, sem Ísland vann 1-0.

„Við erum heiðarlegir og hreinskilnir með það að leikurinn, og sérstaklega seinni hálfleikurinn, gegn San Marínó var ekki góður. Þegar maður horfði á leikinn aftur var margt jákvætt í fyrri hálfleiknum en við hefðum átt að skora eitt til tvö mörk í viðbót. Við fáum dauðafæri," segir Arnar.

„Leikurinn var eins og við bjuggumst við. Við vorum með yfir 600 sendingar og yfir 70 prósent með boltann. Seinni hálfleikur fjaraði aðeins út, við byrjuðum að taka rangar ákvarðanir og tempóið var ekki nægilega mikið."

Arnar segir að leikurinn gegn San Marínó hafi verið spilaður af illri nauðsyn, til að uppfylla sjónvarpssamninga.

„Eins og ég hef reynt að útskýra undanfarnar mánuði er að þessi gluggi snérist ekkert um þennan leik. Það jákvæða er að einhverjir fimm leikmenn fengu sinn fyrsta eða annan byrjunarliðsleik. Við fórum inn með fjögur boxa að fylla í þennan leik. Við vildum vinna leikinn og gerðum það, við vildum halda hreinu og gerðum það, við vildum halda hreinu og gerðum það. Eina boxið sem við 'tikkum' ekki í er að skora fleiri mörk," segir Arnar.

„Þetta var æfingaleikur sem við þurftum að spila vegna sjónvarpssamnings við UEFA. Við erum með 100% samning meðan Albanía er með 50% samning. Við þurftum að vera skynsamir með okkar álagsdreifingu og það er mín upplifun af þessum leik. Svo skiljum við hann bara eftir og það er leikurinn á morgun sem skiptir máli."

Ísland fær Ísrael í heimsókn á morgun í Þjóðadeildinni. Ef sá leikur tapast á Ísland ekki lengur möguleika á efsta sætinu og missir þar með af sæti í A-deild.

„Við erum með tvö stig eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni og tvær góðar frammistöður. Ég tek það með mér í leikinn á morgun. Ég tek það með mér að þessir ungu leikmenn sem eru að fá sína fyrstu byrjunarliðsleiki fá þessa reynslu. Þeir skynja það og skilja það að þarna er munur á, frá því að vera til dæmis í U21 landsliðinu. Við skiljum leikinn gegn San Marínó eftir," segir Arnar.

„Við erum fljót að gleyma, það er mannlegt eðli. Kollegi minn og mikill eðalmaður Lars Lagerback sagði alltaf að úrslit í æfingaleikjum skipta engu máli. Ef við lítum til baka þá vinnum við ekki alla æfingaleiki. Það þarf alltaf að taka allt umhverfið inn í myndina."
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner