Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 12. júní 2022 14:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar útilokar ekki að A-landsliðsmenn spili með U21 í umspilinu
,,Getum ekki alltaf gefið hvor öðrum allt sem við viljum''
Sæti í umspili fagnað í gær
Sæti í umspili fagnað í gær
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær tryggði U21 landslið Íslands sér sæti í umspili þar sem spilað verður um sæti í lokakeppni EM sem fram fer á næsta ári.

Ísland gerði það með því að vinna þrjá síðustu leiki sína í riðlinum og á sama missteig Grikkland sig en þau lið voru í baráttuna um 2. sætið í riðlinum sem gefur sæti í umspili.

Ísland vann 5-0 sigur gegn Kýpur í gær og markatalan í síðustu þremur leikjunum var 17:1. Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður út í U21 liðið á fréttamannafundi í dag.

„Frábært. Sama staða á U21 liðinu núna og í síðustu undankeppni. Stórkostlegt að sjá hvernig liðið hefur vaxið og þróast. Byrjunin var kannski svolítið erfið [síðasta haust], leikirnir gegn Grikkjunum. Það er frábært að sjá að við séum komnir í umspil. Þetta er hluti af þessari þróun sem við erum alltaf að tala um. Þarna eru næstu ungu leikmenn að verða klárir fyrir A-landsliðið," sagði Arnar.

„Það sem mér fannst skemmtilegast að sjá - þegar maður sá vídeó af fögnuðinum í gærkvöldi - var að þetta voru ekki bara leikmenn liðsins sem voru að fagna. Það voru líka strákar eru í A-landsliðinu. Það sýnir að þetta er ein heild."

„Eins og ég hef oft sagt erum við að reyna vinna þetta saman með Davíð Snorra og alveg niður yngri landsliðin. Við getum að sjálfsögðu ekki alltaf gefið hvor öðrum allt sem við viljum en þetta er liðsheild A-karla, U21 og U19 og er lykill að því við [A-landsliðið] getum komist á lokamót aftur innan skamms."


Davíð Snorri vildi fá Atla og Valgeir úr A-landsliðinu
Dregið verður í umspilið í eftir rúma viku og það fer svo fram í haust. Í A-landsliðinu sem undirbýr sig fyrir leikinn gegn Ísrael eru átta leikmenn sem gjaldgengir eru í U21 liðið. Hvernig metur Arnar stöðuna? Eru einhverjir leikmenn í A-landsliðinu sem eru orðnir fastir A-landsliðsmenn og munu ekki undir neinum kringumstæðum spila með U21 í umspilinu?

„Það er rosalega erfitt að svara því núna strax. Það væri annað ef umspilið væri bara núna á morgun, þá gæti ég sagt að þessi, þessi og þessi eru ekki að fara niður í U21. Þetta er í september og við þurfum að sjá hvernig strákarnir koma út úr sínu sumarfríi þeir sem eru í Mið-Evrópu og hvernig strákarnir á Norðurlöndunum eru á sínu tímabili. Ég held að það sé langbest fyrir okkur að halda því öllu opnu."

„Ég get tekið dæmi. Davíð Snorri vildi gjarnan fá Atla [Barkarson] og Valgeir [Lunddal Friðriksson] niður í U21 liðið fyrir leikina í þessari viku sem ég skildi mjög vel. En það var nánast ómögulegt að hvíla aðra leikmenn og dreifa álaginu og láta þá fara niður í U21. Þeir voru með okkur og voru í byrjunarliðinu í San Marínó. Þetta er alltaf spurning um mómentið hvernig það er akkúrat á þeirri stundu. Við höldum öllu opnu,"
sagði Arnar.
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner