sun 12. júní 2022 17:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta liðið með besta þjálfarann í deildinni
Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Sindra.
Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Sindra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri er núna á toppnum í 3. deild karla með 13 stig eftir sex leiki. Dalvík/Reynir vann fyrstu fjóra leiki sína en hafa núna tapað tveimur í röð, þar á meðal gegn Sindra á heimavelli.

Það var rætt um það í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni á dögunum að Sindri væri besta liðið í 3. deild.

„Þeir eru komnir af stað," sagði Gylfi Tryggvason og sagði Óskar Smári Haraldsson: „Þeir eru besta liðið í þessari deild."

„Ég held það líka. Þeir líta þannig út," sagði Gylfi.

Sindri fylgdi á eftir sigri með Dalvík/Reyni með 4-2 sigri heima gegn Elliða í gær.

„Sindramenn gera fáránlega vel í því að fara á Dalvíkurvöll og ná í þrjú stig, þeir eru fyrsta liðið sem vinnur þá í sumar. Þetta er yfirlýsing hjá Sindra og þetta lítur vel út hjá þeim. Þeir eru með lykilpósta sem hafa verið þarna undanfarin ár og eru svo með unga stráka... þeir bættu við sig og þetta er að smella. Þetta er góður hópur," sagði Óskar Smári og bætti við að þeir væru líka með besta þjálfara deildarinnar, Óla Stefán Flóventsson.

Einnig var talað um það í þættinum að Dalvík/Reynir væri með frábært lið sem væri líklegt til þess að fara upp.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Ástríðan - 5. umferð - ÍH og Reynir S. einu stigalausu liðin
Athugasemdir
banner
banner
banner