sun 12. júní 2022 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chiellini um baráttuna við Saka: Ég reif hressilega í hann
Mynd: EPA

Ítalía varð Evrópumeistari eftir sigur á Englandi í úrslitaleik EM 2021.


Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni en Bukayo Saka, Jadon Sancho og Marcus Rashford urðu fyrir miklu aðkasti eftir að þeir misnotuðu allir sína spyrnu.

Það var mikið rætt og ritað um Saka eftir leikinn en það kom upp atvik undir lok venjulegs leiktíma þegar hann var að bruna fram í skyndisókn þegar Giorgio Chiellini reif hann niður.

Gamli maðurinn gat lítið annað gert en hann rifjaði upp þetta atvik á dögunum.

„Þetta varð stærsta atvikið á EM 2020. Mest notaða 'memeið' um sumarið 2021," sagði Chiellini.

„Þetta voru sennilega mín einu mistök á mótinu, þetta var á 90. mínútu og ég las flugið á boltanum og hélt að ég gæti stýrt honum útaf en ég hefði átt að taka við honum. Ég var sannfærður um að ég gæti varið Saka frá boltanum en hann komst framhjá mér, ég brást við því með því að rífa í hann, ég reif hressilega í hann," sagði Chiellini og brosti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner