Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. júní 2022 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
City ekki bara að fá eina stórstjörnu, heldur tvær
Julian Alvarez.
Julian Alvarez.
Mynd: EPA
Manchester City er búið að gera mjög vel í sumarglugganum til þessa. Félagið er auðvitað búið að ganga frá kaupum á norska sóknarmanninum Erling Braut Haaland.

En það er ekki bara Haaland sem er að koma til félagsins, Argentínumaðurinn Julian Alvarez er líka að koma.

Alvarez er 22 ára gamall og er talinn gífurlega mikið efni. Það voru mörg félög með í baráttunni um framherjann en Man City landaði honum.

Á tímabilinu sem er í gangi núna í Argentínu er hann búinn að gera 15 mörk í 19 leikjum.

City er að fá stórstjörnu með Haaland en markvörðurinn Emi Martinez - sem leikur með Aston Villa - segir að félagið sé líka að fá aðra stórstjörnu í Alvarez.

„Hann mun standa sig vel hjá City. Ég held að hann verði ofurstjarna," segir Martinez.

„Ég vildi fá hann til Aston Villa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner