Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 12. júní 2022 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er það ekki skrítið ef Sara verður á bekknum?
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið í Englandi tilkynntur. Sara Björk Gunnarsdóttir er þar á meðal leikmanna eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn undir lok síðasta árs.

Sara, sem er okkar farsælasti leikmaður frá upphafi, hefur gert ótrúlega vel og lagt mikla vinnu á sig til að komast aftur í hópinn fyrir Evrópumótið.

En verður hún fyrirliði á mótinu, og mun hún vera í byrjunarliðinu?

Það eru spurningar fyrir þetta mót sem framundan er. Sara er ekki í mikilli leikæfingu og í fjarveru hennar hefur miðjan verið að virka mjög vel. Mist Rúnarsdóttir, sem stýrir Heimavellinum, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær þar sem hún var spurð í það hvort Sara myndi vera í byrjunarliði Íslands á mótinu.

„Sara er að koma til baka og maður veit ekki alveg hversu nálægt sínu besta standi hún verður," sagði Mist.

„Það er mánuður í þetta. Ég segi að það séu 50/50 eins og staðan er núna. Liðið á eftir að koma saman og gera helling. Sara er ekki búin að spila margar mínútur og maður er ekki búin að sjá þær mínútur allar. Maður áttar sig ekki á því hvar hún er."

Sara er leikjahæsta landsliðskona í sögu Íslands. Er það ekki skrýtið ef hún verður á bekknum?

„Jú jú, en það er ekkert grín að koma til baka eftir barneign. Þetta snýst um að vera í toppstandi. Ef hún er þar, þá byrjar hún. Mér finnst erfitt að svara þessu. Steini er samt ekki þannig þjálfari að hann sé að fara að búa til pláss ef hann er ánægður með það sem hann er að fá frá þeim sem eru að byrja þessa leiki," sagði Mist.

Hver verður fyrirliði?
Það skiptir örugglega ekki öllu máli hver verður fyrirliði liðsins á EM, en fyrirliðinn á samt sem áður að vera leiðtogi liðsins innan sem utan vallar og hjálpa til við að halda góðum anda í hópnum.

Sara var fyrirliði liðsins áður en hún fór í barneignarleyfi, en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tók við bandinu eftir. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var spurður að því í viðtali í gær hver verður fyrirliði á EM.

„Ég er ekkert búinn að ákveða það. Ég er ekki búinn að taka samtalið og ef ég á að vera heiðarlegur, þá er ég ekki búinn að hugsa út í það núna. Þetta er spurning sem kemur mér á óvart. Gunnhildur hefur staðið sig frábærlega sem fyrirliði. Ég verð að segja pass við þessari spurningu núna," sagði Þorsteinn.
Steini vaknaði snemma í morgun: Ekki draumasímtöl sem ég var að taka
Útvarpsþátturinn - Landsliðin og Víkingar með Arnari Gunnlaugs
Athugasemdir
banner
banner