Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. júní 2022 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann setti snuð upp í sig í fimm mínútur"
Andri Júlíusson.
Andri Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara topp einn barnalegasta augnablik sem ég hef séð hjá leikmanni inn á fótboltavelli í lífinu," sagði Gylfi Tryggvason í Ástríðunni þegar rætt var um rautt spjald sem reynsluboltinn Andri Júlíusson fékk í leik með Kára gegn Elliða í 3. deild á dögunum.

Andri fékk tvö gul spjöld og þar með rautt seint í seinni hálfleiknum í þessum umrædda leik.

„Gæinn er hvað? 35 ára? Hann setti snuð upp í sig í fimm mínútur og grátbað dómarann um að fá að fara út af. Vá, hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum."

„Ég hef spilað oft á móti þessum gæja og mér finnst hann ótrúlega góður í fótbolta," sagði Óskar Smári Haraldsson og bað Gylfa um að fara yfir það sem gerðist þarna. Í seinna marki Elliða var mögulega um rangstöðu að ræða og var Andri mjög ósáttur við það.

„Ég get lofað þér því að Andri sá það minna en ég hvort að það var rangstaða eða ekki. Auðvitað biðurðu um rangstöðu þarna... auðvitað reynirðu allt sem þú getur. Andri hleypur til hans en aðstoðardómarinn er ákveðinn. Hann er að tuða þarna og fær spjaldið tveimur mínútum eftir að markið kemur, hann var grátandi í tvær mínútur."

„Svo líða 3-4 mínútur og hann fer í tæklingu út í horni. Bakvörðurinnn er að hreinsa boltanum frá og hann fylgir á eftir. Þetta var hrikalega heimskulegt," sagði Gylfi.

„Káramenn eru að mæta inn í þessa deild eins og aumingjar. Þeir eru grenjandi yfir öllu og það er enginn klassi yfir þessu liði. Þetta er búið að vera flott lið í 2. deild í mörg ár... það er hræðilegt hvernig þeir eru að mæta í þessari deild, hættiði að grenja."

Sverrir Mar Smárason talaði um að það væru alltof hraðar breytingar að eiga sér stað hjá Kára.

Kári tókst að svara tapinu á móti Elliða vel, með 2-0 sigri á móti Kára á heimavelli. Þeir eru í níunda sæti með sjö stig eftir sex leik, en það er minna en þeir ætluðu sér, klárlega.
Ástríðan - 5. umferð - ÍH og Reynir S. einu stigalausu liðin
Athugasemdir
banner
banner