Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. júní 2022 12:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hannes segir að Hodgson sé með algjöran sorakjaft
Mynd: Getty Images
Hannes Þ fyrir miðju á myndinni
Hannes Þ fyrir miðju á myndinni
Mynd: Deisenhofen

Fyrrum landsliðsmaðurinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í síðustu viku.


Hann lék undir stjórn Roy Hodgson hjá Viking Stavanger í Noregi tímabilið 2004/05 en það var síðasta starf Hodgson hjá félagsliði áður en hann gekk til liðs við Fulham.

„Þetta var eflaust fyrsti þjálfarinn sem ég hafði á minni ævi þar sem mér leið eins og ég væri að læra eitthvað, sérstaklega taktískt, það var ekki alltaf gaman," sagði Hannes.

„Þetta er þvílíkur karakter, allt öðruvísi en margir halda. Fyrsti þjálfarinn sem hafði ekki rosalegar áhyggjur af því hversu viltur ég var inn á velli, ef eitthvað gerðist þá var hann meira að hlægja og hafa gaman af þessu, við náðum vel saman."

Hannes hafði mjög gaman af Hodgson, hvort sem hann var glaður eða pirraður.

„Út á við kemur hann alltaf fyrir sem þessi enski herramaður," sagði Hannes.

„Einmitt, hann er þessi afa týpa, það eru allavega mín kynni af honum," skaut Jóhann Skúli inn í.

„Þegar þú kemur inn í klefa þá er þetta algjör 'cockney' hundur, þessar setningar hjá honum stundum. Það er egó í mönnum sem ná svona langt en hann var alltaf fyndinn, þegar við vorum að skemmta okkur þá eyddum við heilu kvöldi í að tala um hann," sagði Hannes.

„Einhverntíman var einhver búinn að vera slátra mér þá sagði hann „He is all over you like a cheap suit." Svo kemur hann með einhvern algjöran sorakjaft. Dæmi um týpuna; Hann er þarna langlaunahæsti þjálfari Skandinavíu. Þá kemur einhver stjórnarmaður í klefann og Hodgson verður algjör herramaður, svo lokast dyrnar og hann verður aftur sá sem við þekktum."

„Þá segir hann; „Ég skil ekkert í þessu, hvað er ég að gera hérna? kenna ykkur knattspyrnu fyrir 'pocket money' þegar ég ætti að vera í Mónakó að reykja vindla" og svo labbar hann út."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner