Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 12. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Kounde vill komast frá Sevilla - „Töldum best að bíða til að fá meiri pening fyrir hann"
Jules Kounde
Jules Kounde
Mynd: Getty Images
Jose Maria Cruz de Andres, framkvæmdastjóri Sevilla á Spáni, viðurkennir að það gæti reynst erfitt að halda franska varnarmanninum Jules Kounde í sumar.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea reyndi að kaupa Kounde á síðasta ári. Félagið var þó ekki tilbúið að virkja 68 milljón punda riftunarákvæði og því var hann áfram hjá Sevilla.

Hann spilaði frábærlega með liðinu á síðustu leiktíð og hefur Chelsea áfram áhuga á að fá hann ásamt öðrum stórliðum.

Kounde er nú klár í að taka næsta skrefið á ferlinum.

„Mál Jules Kounde er keimlíkt því sem gerðist með Diego Carlos fyrir utan kannski tímasetninguna, því við höfum fengið tilboð í Kounde síðustu tvö tímabil og alltaf í sumarglugganum," sagði Cruz de Andres við Sport Witness.

„Við höfum hafnað þeim tilboðum því töldum leikmanninn geta bætt frammistöðu sína. Það var betra að bíða því markaðurinn var erfiður á þessum tímapunkti. Við töldum að með því að bíða þá myndum við fá meiri pening fyrir hann."

„Ég er viss um að leikmaðurinn virðir Sevilla. Hann er ánægður hjá okkur en fyrir Kounde, þá snýst þetta ekki um peninga. Hann vill spila í liði sem er samkeppnishæfara en Sevilla,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner