Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 12. júní 2022 19:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristianstad á rosalegri siglingu - Ný helgi, nýtt áhorfendamet
Amanda Andradóttir er leikmaður Kristianstad.
Amanda Andradóttir er leikmaður Kristianstad.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól lék í sigri Rosenborg á Brann.
Selma Sól lék í sigri Rosenborg á Brann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er heldur betur á góðu róli í sænsku úrvalsdeildinni um þessar mundir.

Kristianstad vann í dag 1-2 sigur gegn Brommapojkarna og er liðið núna búið að vinna sex leiki í röð og sjö af síðustu átta leikjum sínum í deildinni.

Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir, sem eru báðar mjög efnilegar, komu inn á fyrir Kristianstad í seinni hálfleiknum og hjálpuðu liðinu að landa góðum sigri. Kristianstad er í þriðja sæti, sex stigum frá toppnum.

Á toppnum eru ríkjandi meistararnir í Rosengård, sem unnu 5-2 sigur gegn Umeå í dag. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar með Rosengård.

Bæði Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers voru báðar allan tímann á bekknum í tapi Häcken gegn Vittsjö og Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn í stóru tapi Kalmar gegn Hammarby.

Það er áhyggjuefni fyrir íslenska landsliðið hversu lítið Agla María hefur spilað með Häcken á tímabilinu og hefur hún aðeins byrjað einn leik í sænsku deildinni frá því hún skipti þangað frá Breiðabliki.

Nýtt áhorfendamet aðra helgina í röð
Toppbaráttan í norsku úrvalsdeildinni er orðin meira spennandi eftir úrslit dagsins þar í landi. Selma Sól Magnúsdóttir og hennar stöllur unnu 1-0 sigur á Brann í toppslag.

Svava Rós Guðmundsdóttir byrjaði fyrir Brann og kom Berglind Björg Þorvaldsdóttir inn á í síðari hálfleiknum. Brann er á toppi deildarinnar, en Rosenborg er í þriðja sæti með fimm stigum minna.

Aðra helgina í röð var sett áhorfenamet í norsku úrvalsdeildinni en það mættu 11636 áhorfendur á leik Rosenborg og Brann í dag. Áhuginn á kvennaboltanum í Noregi er að aukast mjög mikið.

Vålerenga er í öðru sæti deildarinnar með 32 stig og leik til góða á Brann eftir þægilegan sigur á Roa í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir lék í vörn Vålerenga í leiknum.

Allar þessar fjórar sem voru að spila í Noregi í dag eru á leið á EM með Íslandi í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner