Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. júní 2022 13:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lars Lagerback sérfræðingur hjá Viaplay á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Ísrael í gríðarlega mikilvægum leik í Þjóðadeildinni á morgun.


Fari svo að Ísland tapi á morgun á liðið ekki séns á því að komast upp í A deild Þjóðadeildarinnar. Með sigri fer liðið á toppinn með eins stigs forystu á Ísrael þegar ein umferð er eftir.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Viaplay en útsending hefst kl 18:00. Viaplay hefur staðfest að Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands verður í settinu fyrir og eftir leikinn. Það verður áhugavert að heyra hvað hann hefur að segja um landsliðið í dag.

Þetta er síðasti leikur landsliðsins í þessum glugga en liðið vann San Marínó í æfingaleik 1-0 og áður voru jafntefli gegn Albaníu og Ísrael í Þjóðadeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner