Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. júní 2022 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt byrjunarlið Íslands - Byrja bestu vinirnir af Skaganum?
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun spilar Ísland við Ísrael í þriðja leik sínum í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Auk þessara liða er Albanía í sama riðli, Rússland átti að vera með í riðlinum en hefur verið bannað þátttöku í keppnum á vegum UEFA og FIFA. Rússar enda því sjálfkrafa í neðsta sæti og falla í C-deild.

Ísland berst við Ísrael og Albaníu um að vinna riðilinn og komast þar með upp í A-deildina.

Fyrir leikinn á morgun er Ísrael með fjögur stig, Ísland með tvö stig og Albanía með eitt stig. Ef við töpum á morgun þá erum við úr leik, eigum ekki möguleika á því að fara áfram.



Hér má sjá byrjunarliðið sem Fótbolti.net spáir að Ísland tefli fram annað kvöld.

Við spáum því að Arnar Þór Viðarsson muni aðeins gera eina breytingu frá jafnteflinu gegn Albaníu; að Hákon Arnar Haraldsson muni koma inn á miðsvæðið fyrir Þóri Jóhann Helgason. Hákon lék afskaplega vel í útileiknum gegn Ísrael og er líklegur til að byrja á morgun.

Ef þetta líklega byrjunarlið verður að veruleika, þá eru bestu vinirnir af Skaganum - Hákon Arnar og Ísak Bergmann - að byrja saman í A-landsleik í fyrsta sinn.

Leikurinn á morgun hefst 18:45 og er á Laugardalsvelli.
Athugasemdir
banner
banner