Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 12. júní 2022 11:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd og Chelsea blanda sér í baráttuna um Lewandowski
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Slúðrið í boði BBC er komið í hús.


Manchester United mun blanda sér í kapphlauið um pólska framherjann Robert Lewandowski ef viðræður leikmannsins við Barcelona slitna. Barcelona þarf að losa sig við launaháa leikmenn svo þeir geti nælt í Lewandowski. (Sun)

PSG hefur einnig áhuga á Lewandowski sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern Munchen. (L'Equipe)

Chelsea ætlar einnig að taka þátt í kapphlaupinu, en félagið getur ekki hafið viðræður fyrr en Romelu Lukaku hefur verið seldur en hann var keyptur fyrir 97,5 milljónir punda sem er metfé. (Daily Star)

Liverpool hefur náð munnlegu samkomulagi við Darwin Nunez, 22 ára framherja Benfica. Enska félagið er að undirbúa pappírana til að klára kaupin en leikmaðurinn mun kosta 85 milljónir punda. (Observer)

Það þýðir að Sadio Mane, 30, er að nálgast Bayern Munchen. (Telegraph)

Tottenham er nálægt því að klára kaup á Richarlison, 25, leikmanni Everton og brasilíska landsliðsins fyrir 51 milljón punda. (UOL Esport)

Manchester City vill fá 80 milljónir punda fyrir Bernardo Silva. Barcelona hefur áhuga á þessum 27 ára gamla Portúgala. (Mirror)

Joan Laporta forseti Barcelona segir að félagið sé nálægt því að ná samkomulagi við hinn 17 ára gamla Gavi um nýjan samning. Hann á aðeins eitt ár eftir af núgildandi samning. (Marca)

Christopher Nkunku, 24, mun vera áfram hjá RB Leipzig og skrifa undir nýjan samning þrátt fyrir áhuga frá Manchester United og Chelsea. (Leipziger Volkszeitung)

Arsenal er eitt af mörgum félögum sem fylgist grant með gangi mála hjá Marco Asensio en framtíð hans hjá Real Madrid ræðst í næstu viku. (Mirror)

Paul Pogba, 29, miðjumaður franska landsliðsins og Manchester United mun skrifa undir fjögurra ára samning við Juventus. (Gazzetta dello Sport)

Fulham er í viðræðum við Arsenal um kaup á Bernd Leno. (Sun)

Fulham er einnig vongott um að kaupa tvo leikmenn frá Liverpool. Neco Williams, 21, sem var á láni hjá félaginu í Championship deildinni á síðustu leiktíð og Takumi Minamino, 27. (90min)

Granit Xhaka, 29, er á óskalista Bayer Leverkusen en Arsenal ætlar að fylla skarðið með Youri Telemans, 25, leikmanni Leicester. (Mirror)

Liverpool er að skoða möguleikann á því að senda Nat Phillips, 25, aftur á lán til Bournemouth á næstu leiktíð. (Liverpool Echo)

Luis Suarez á enn eftir að gera upp hug sinn um framtíð sína. Aston Villa hefur enn áhuga á þessum 35 ára gamla framherja. (Mundo Deportivo)

Nemanja Matic mun fara í læknisskoðun hjá Roma í næstu viku en þessi 33 ára gamli miðjumaður er að ganga til liðs við félagið á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Manchester United rennur út í lok júní. (Il Corriere dello Sport)

Juventus er við það að ganga frá kaupum á Alvaro Morata frá Atletico Madrid. (TottoSport)


Athugasemdir
banner
banner
banner