Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 12. júní 2022 13:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nunez gerir sex ára samning við Liverpool -„Here we go"
Nunez í baráttunni við Joe Gomez
Nunez í baráttunni við Joe Gomez
Mynd: EPA

Það er orðið alveg ljóst að Darwin Nunez sé á leið til Liverpool frá Benfica.


Fabrizio Romano kom með nokkra punkta um samninginn á Twitter í dag.

Hann segir að samningar hafi náðst í gær og hann sé á leið í læknisskoðun á Englandi á morgun. Kaupverðið er talið vera 80 milljónir evra og gæti hækkað upp í 100 milljónir evra. Hann mun gera sex ára samning við Liverpool.

Nunez er framherji en það stefnir allt í að með komu hans til félagsins muni Sadio Mane fara til Bayern Munchen. Divock Origi hefur þegar yfirgefið félagið og sögur segja að félagið vilji losna við Takumi Minamino.


Athugasemdir
banner
banner
banner