sun 12. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Reece James um samkeppnina við Trent - „Fólk er með skoðanir á öllu en þekkir ekki leikinn"
Reece James í leik gegn Ítölum
Reece James í leik gegn Ítölum
Mynd: EPA
Reece James, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, vonast til að vera kostur númer eitt í hægri bakvarðarstöðuna fyrir HM sem fer fram í Katar undir lok árs.

Hægri bakvarðastaðan er eitt heitasta umræðuefnið á Englandi en það er enginn skortur á leikmönnum í þá stöðu.

Gareth Southgate hefur verið gagnrýndur fyrir að nota Trent Alexander-Arnold ekki meira til að styrkja sóknarleik liðsins en bæði Kieran Trippier og James hafa spilað meira í þessum glugga og var Alexander-Arnold síðn sendur í frí eftir leikinn gegn Þjóðverjum.

Spekingar eru nokkuð sammála um það að James er betri að verjast en Alexander-Arnold kemur með nýjar víddir í sóknarleikinn eins og hann hefur sannað síðustu ár. Alexander-Arnold hefur aftur á móti verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn en James bendir þó á að hann geri líka mistök.

„Ég geri allt sem ég get til að vera fyrsti kostur. Frammistaða mín getur aðeins sannað það sem ég hef fram að færa. Með því að spila þessa leiki og byggja svo ofan á það á næsta tímabili mun vonandi sýna það að ég er klár í að spila alla leiki."

„Ég geri líka mistök. Ég gaf víti gegn Ungverjalandi, þannig við erum báðir að læra. Liverpool er 95 prósent með boltann í leikjum og hann þarf því ekki að verjast jafn mikið og ég þarf að gera. Fólk er með skoðanir á öllu en þekkja ekki leikinn. Trent er magnaður leikmaður,"
sagði James.
Athugasemdir
banner
banner
banner