Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. júní 2022 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Fernandes slakur - San Marínó tapaði aftur 1-0
Fernandes var mjög slakur í dag.
Fernandes var mjög slakur í dag.
Mynd: EPA
Úr leik Íslands og San Marínó í síðustu viku.
Úr leik Íslands og San Marínó í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Þá eru allir leikir dagsins í Þjóðadeildinni á enda komnir. Cristiano Ronaldo fékk hvíld er Portúgal tapaði óvænt gegn Sviss á útivelli. Sviss skoraði strax á fyrstu mínútu og fleiri urðu mörkin ekki í þeim leik.

Portúgal spilaði alls ekki vel og var miðjumaðurinn Bruno Fernandes manna daprastur. Honum var skipt af velli þegar um stundarfjórðungur var eftir.

Spánn vann á sama tíma 2-0 sigur á Tékklandi þar sem Carlos Soler og Pablo Sarabia gerðu mörkin. Spánn er núna á toppnum í þessum riðli í A-deild með átta stig. Portúgal er með sjö stig, Tékkland með fjögur og Sviss með þrjú stig.

Slóvenía og Serbía gerðu jafntefli í B-deild, 2-2, og í C-deild vann Grikkland heimasigur gegn Kósóvó.

Í D-deildinni gerðist það svo að Malta vann 1-0 sigur á San Marínó. Er þetta annar leikurinn í röð sem San Marínó tapar svona naumlega, en þeir töpuðu fyrir Ísland með sömu markatölu í síðustu viku. Núna bætist Malta í miður skemmtilegan hóp.

A-deild
Spánn 2 - 0 Tékkland
1-0 Carlos Soler ('24 )
2-0 Pablo Sarabia ('75 )

Sviss 1 - 0 Portúgal
1-0 Haris Seferovic ('1 )

B-deild
Slovenía 2 - 2 Serbía
0-1 Andrija Zivkovic ('8 )
0-2 Aleksandar Mitrovic ('35 )
1-2 Adam Gnezda ('48 )
2-2 Benjamin Sesko ('53 )
Rautt spjald: Predrag Rajkovic, Serbia ('90)

C-deild
Grikkland 2 - 0 Kosóvó
1-0 Georgios Giakoumakis ('71 )
2-0 Petros Mantalos ('90 )

D-deild
Malta 1 - 0 San Marínó
1-0 Zach Muscat ('50 )

Önnur úrslit:
Þjóðadeildin: Haaland er einhver helsti óvinur Svíþjóðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner