Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. júní 2022 18:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Haaland er einhver helsti óvinur Svíþjóðar
Haaland fagnar marki.
Haaland fagnar marki.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland fór fyrir liði Noregs er þeir lögðu Svíþjóð að velli í nágrannaslag í Þjóðadeildinni.

Það eru fjórir leikir búnir í keppninni í dag og þar á meðal var þessi áhugaverði leikur Noregs og Svíþjóðar.

Þessi lið mættust á dögunum og þá hafði Noregur betur, 2-1. Núna fór þannig að Noregur vann aftur, en í þetta skiptið 3-2. Haaland gerði tvö mörk í leiknum og Svíar ráða ekkert við þennan magnaða leikmann. Hann gerði einnig tvö mörk í síðasta leik gegn Svíþjóð.

Norðmenn eru með tíu stig eftir fjóra leiki í Þjóðadeildinni og stefna á að komast upp í A-deild. Serbía er með sex stig í öðru sæti og á leik til góða. Svíþjóð er með þrjú stig og Slóvenía eitt.

Þá fóru þrír leikir í C-deildinni; Norður-Írar náðu að bjarga andlitinu eftir slæma byrjun gegn Kýpur, Georgía og Búlgaría skildu jöfn og Norður-Makedónía valtaði yfir Gíbraltar.

B-deild
Noregur 3 - 2 Svíþjóð
1-0 Erling Haaland ('10 )
2-0 Erling Haaland ('54 , víti)
2-1 Emil Forsberg ('62 )
3-1 Alexander Sorloth ('77 )
3-2 Viktor Gyökeres ('90 )

C-deild
Norður-Írland 2 - 2 Kýpur
0-1 Andronikos Kakoulis ('32 )
0-2 Andronikos Kakoulis ('51 )
1-2 Paddy McNair ('71 )
2-2 Jonny Evans ('90 )

Georgía 0 - 0 Búlgaría

Norður-Makedónía 4 - 0 Gíbraltar
1-0 Enis Bardi ('4 )
2-0 Bojan Miovski ('14 )
3-0 Bojan Miovski ('16 )
4-0 Darko Churlinov ('31 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner