Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. júní 2022 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir tæpir fyrir leikinn gegn Ísrael - Ingvar meiddist í upphitun
Aron skoraði sigurmark Íslands gegn San Marínó
Aron skoraði sigurmark Íslands gegn San Marínó
Mynd: Getty Images
Ísland mætir Ísrael í Þjóðadeildinni annað kvöld. Með sigri kemst liðið í góða stöðu í riðlinum og á þá góða möguleika að komast upp í A-deild Þjóðadeildarinnar en efsta sæti riðilsins fer upp um deild.

Ef Ísland tapar á morgun á liðið ekki lengur möguleika á því að vinna riðilinn.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag og var spurður út í stöðuna á leikmannahópnum.

„Aron Elís [Þrándarson] fékk smá högg á kálfann gegn San Marínó, tók því rólega í gær, var með á æfingu í dag og það lítur mjög vel út. Mikael Neville fékk smá krampa framan í læri en æfði í dag og við munum taka stöðuna á því," sagði Arnar.

„Ingvar [Jónsson] meiddist í upphitun gegn San Marínó og við tókum Hákon [Rafn Valdimarsson] inn úr U21. Við erum með 24 leikmenn í hópnum og ég vona að þeir verði allir leikhæfir á morgun fyrir utan þessa tvo sem ég nefndi. Við þurfum að taka stöðuna á þeim í dag," sagði Arnar.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18:45, verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og í opinni dagskrá á Viaplay.
Upptaka - Horfðu á fréttamannafund Arnars og Birkis
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner