Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. júlí 2018 17:56
Ingólfur Páll Ingólfsson
Evrópudeildin: FH með frábæran útisigur
Steven Lennon skoraði seinna mark FH í dag.
Steven Lennon skoraði seinna mark FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lahti 0 - 3 FH
0-1 Halldór Orri Björnsson ('4 )
0-2 Steven Lennon ('18 )
0-3 Robbie Crawford ('90 )

FH mætti finnska liðinu Lathi á útivelli í dag í 1.umferð Evrópudeildarinnar. FH gerði átti góðan leik og skellti heimamönnum með þremur mörkum gegn engu.

FH-ingar byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir strax á 4.mínútu leiksins með marki frá Halldóri Orra Björnssyni. Hjörtur Logi átti þá fyrirgjöf sem Halldór skallaði í netið.

Strákarnir í FH voru ekki hættir og á 18. mínútu voru þeir komnir tveimur mörkum yfir. Steve Lennon lék þá á nokkra leikmenn andstæðinganna áður en hann kom boltanum yfir markmann Lathi og í netið. Frábært vippumark.

Liðin skiptust á færum í síðari hálfleik en það var FH sem skoraði það þriðja í uppbótartíma. Atli Guðnason átti þá flotta sendingu á Carwford sem kláraði vel. FH er því í ansi vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer 19. júlí, eftir viku, í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner