Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. júlí 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Íslensku liðin mæta til leiks
FH og Stjarnan eru í eldlínunni í dag ásamt ÍBV.
FH og Stjarnan eru í eldlínunni í dag ásamt ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensku liðin hefja þáttöku sína í Evrópudeildinni í fótbolta í dag, í 1. umferð forkeppninnar.

FH er í Finnlandi og mætir þar liði sem heitir Lathi. ÍBV og Stjarnan spila á heimavelli.

ÍBV fær norska liðið Sarpsborg í heimsókn og Stjarnan etur kappi við
Nõmme Kalju frá Eistlandi.

Aðrir áhugaverðir leikir eru í dag. Steven Gerrard stýrir Rangers gegn Shkupi frá Makedóníu og þá er Íslendingaslagur í Ungverjalandi þar sem Ferencváros spilar við Maccabi Tel Aviv frá Ísrael. Kjartan Henry Finnbogason spilar með Ferencváros og Viðar Örn Kjartansson er á mála hjá Maccabi Tel Aviv.

Leikir dagsins:
16:00 Lathi - FH
18:00 ÍBV - Sarpsborg
20:00 Stjarnan - Nõmme Kalju
Athugasemdir
banner
banner