Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. júlí 2018 20:21
Ingólfur Páll Ingólfsson
Evrópudeildin: ÍBV fékk fjögur á sig á heimavelli
Kristján og lið hans eiga erfitt verkefni fyrir höndum.
Kristján og lið hans eiga erfitt verkefni fyrir höndum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 4 Sarpsborg
0-1 Rashad Muhammed ('58 )
0-2 Patrick Mortensen ('66 )
0-3 Amin Askar ('90 )
0-4 Ole Jorgen Halvorsen ('90 )

ÍBV fékk Sarpsborg í heimsókn í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. ÍBV byrjaði leikinn ágætlega og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan markalaus. Það átti hinsvegar eftir að breytast.

Rashad Muhammed kom Sarpsborg yfir á 58. mínútu sem kom boltannum framhjá Halldóri í markinu. Eyjamenn fengu færi í framhaldinu en boltinn fór í stöngina og út.

Það átti eftir að reynast Eyjamönnum dýrkeypt því að Patrick Mortensen kom Sarpsborg tveimur mörkum yfir skömmu síðar. Eyjamenn börðust eins og ljón í leiknum en flóðgáttir opnuðust í uppbótartímanum þar sem Sarpsborg tókst að bæta við tveimur mörkum. Það er því á brattann að sækja fyrir ÍBV fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á heimavelli Sarpsborg.



Athugasemdir
banner
banner
banner