Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 12. júlí 2018 21:18
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso-deildin: Öll heimaliðin með sigra
Bjarni skoraði tvö í dag.
Bjarni skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum er nú lokið í Inkasso deild karla þar sem heimaliðin fóru öll með sigur af hólmi.

Víkingur Ólafsvík fékk Fram í heimsókn á Ólafsvíkurvelli. Víkingur Ó. komst yfir snemma leiks með marki Kwame Quee. Fram fékk gott færi stuttu síðar en náði ekki að skora. Víkingar refsuðu stuttu síðar er Kristinn Magnús kom boltanum í netið eftir klaufagang í vörn Fram.

Í síðari hálfleik fékk Alex Freyr að líta beint rautt spjald í liði Fram er hann var allt of seinn í boltann og straujaði Ingiberg Kort. Fram gafst þó ekki upp og minnkaði muninn í uppbótartíma. Seinna markið kom þó ekki og Víkingur fór með sigur af hólmi.

Þá vann Selfoss öflugan sigur á Njarðvík. Selfoss komst þremur mörkum yfir í leiknum en Magnús Þór minnkaði muninn fyrir Njarðvík á 67. mínútu. Njarðvík fékk svo líflínu er liðið fékk vítaspyrnu en Andri Fannar setti boltann í slánna. Selfoss bætti við einu marki í uppbótartíma og 4-1 sigur liðsins staðreynd.

Að lokum vann topplið HK öruggan sigur á Haukum. Heimamenn voru mun öflugri í leiknum og komust yfir snemma leiks. Bjarni Gunnarsson var í stuði í síðari hálfleik og bætti við tveimur mörkum með skömmu millibili. HK hélt áfram að sækja en skoraði ekki aftur og þægilegur sigur toppliðsins staðreynd.

Selfoss 4 - 1 Njarðvík
1-0 Kristófer Páll Viðarsson ('13 )
2-0 Gilles Daniel Mbang Ondo ('48 )
3-0 Ivan Martinez Gutierrez ('60 )
3-1 Magnús Þór Magnússon ('67 )
3-1 Andri Fannar Freysson ('70 , misnotað víti)
4-1 Kenan Turudija ('90 )

Víkingur Ó. 2 - 0 Fram
1-0 Kwame Quee ('19 )
2-0 Kristinn Magnús Pétursson ('37 )
2-1 Guðmundur Magnússon ('90 , víti)
Rautt spjald:Alex Freyr Elísson , Fram ('76)

HK 3 - 0 Haukar
1-0 Brynjar Jónasson ('19 )
2-0 Bjarni Gunnarsson ('54 )
3-0 Bjarni Gunnarsson ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner