fim 12. júlí 2018 14:17
Elvar Geir Magnússon
John Cross velur úrvalslið HM í Rússlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
John Cross, yfirmaður fótboltaumfjöllunar Daily Mirror, hefur valið úrvalslið HM í Rússlandi að sínu mati.

„Þetta er mitt lið og það er að mestu skipað leikmönnum sem hafa komist langt á mótinu," segir Cross.

„Ég tel að Kieran Trippier hafi verið frábær fyrir England, bæði varnarlega og sóknarlega. Einhverjum þykir kannski furðulegt að ég velji Marcelo en að mínu mati var enginn vinstri bakvörður sem stóð upp úr."

„Fyrir mótið spáði ég því að Frakkland myndi vinna mótið og Mbappe yrði aðalmaðurinn svo ég er á sporinu..." segir Cross sem telur að Kylian Mbappe hafi verið besti leikmaður HM.

Hér að neðan má sjá úrvalslið mótsins að hans mati:
Athugasemdir
banner
banner
banner