Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 12. júlí 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds: Verða hávaði og læti í Norðmönnunum
Veltur allt á heimaleiknum
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það er alveg ljóst að Sarpsborg 08 er sigurstranglegra liðið í þessari viðureign. Þeim hefur gengið mjög vel í deildinni í sumar og eru í 4. sæti," segir Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, um leikinn gegn norska liðinu Sarpsborg í Evrópudeildinni klukkan 18:00 í kvöld.

„Mér sýnist við eiga einhverja möguleika en þetta veltur allt á heimaleiknum. Þeir eru gríðarlega öflugir á sínum heimavelli og tapa varla leik þar. Við þurfum að vera djarfir í okkar leik gegn þeim hérna heima. Möguleikarnir eru til staðar en þeir eru sigurstranglegri."

„Við erum búnir að skoða þá mjög vel og vitum allt um þeirra styrk og veikleika. Þeir spila beinskeyttan hápressu fótbolta. Þeir senda boltann strax á sóknarhelminginn og pressa hátt. Þeir eru mjög sterkir."


Staðan á leikmannahópi ÍBV er nokkuð góð fyrir leikinn í kvöld. „Það er sama staða. Það er bara Siggi Ben sem er ennþá frá en hann fer að detta inn," sagði Kristján.

Fjöldi stuðningsmanna Sarpsborg ætlar að mæta til Vestmannaeyja á leikinn og Kristján vonar að Eyjamenn svari því af krafti í stúkunni.

„Helstu stuðningsaðilar eru mjög áhugsamir um að mæta á leikinn. Ég vona að við verðum með mjög marga áhofendur á leiknum. Það er að myndast stemning í bænum," sagði Kristján.

„Það mæta 100 stuðningsmenn Sarpsborg á leikinn og þá eigum við 800 sæti eftir. Við þurfum helst að fylla þau því það er ljóst að það verða hávaði og læti í Norðmönnunum. Þeir hefðu komið ennþá fleiri ef það hefði verið auðveldara að fá gistingu í og við Vestmannaeyjar."
Athugasemdir
banner
banner
banner