Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 12. júlí 2018 12:37
Elvar Geir Magnússon
Króatísku blöðin strá salti í sár Englendinga
Gleði í Króatíu.
Gleði í Króatíu.
Mynd: Samsett - Guardian
Það er mikið stuð í Zagreb eftir að Króatía vann England í undanúrslitum HM í Moskvu í gær.

Króatar tala um Englendingar hafi farið fram úr sér í allri umræðu fyrir leikinn. Talað var um þreytu í króatíska liðinu fyrir leik en þegar á hólminn var komið reyndist það alls ekki rétt.

Króatískir fjölmiðlar eru á yfirsnúningi eftir úrslitin en sjónvarpsstöðin HRT hóf samantektarþátt sinn á því að fréttamenn og sérfræðingar voru hoppandi og syngjandi um sjónvarpsverið.

Robert Prosinecki, einn af leikmönnum Króatíu sem unnu bronsið á HM 1998, sagði: „Við myrtum Englendinga eftir hálfleikinn!"

Þá sagði umsjónarmaður þáttarins: „Englendingar þurfa ekki að skammast sín. Þeir voru slegnir út af verðandi heimsmeisturum. Við spiluðum þroskaðan leik og vorum mun betri."

Dagblaðið Vecernij sagði í fyrirsögn: „Við rotuðum Englendinga!" og blaðamaðurinn Zeljko Jankovic skrifaði að í úrslitaleiknum á sunnudag kæmi ljós hvert væri besta fótboltalið jarðarinnar í dag. Hann svaraði reyndar spurningunni sjálfur í næstu málsgrein: „Það er Króatía, ekki efast neitt um það."

Meðal annarra fyrirsagna í Króatíu:

„Hrokinn kom í bakið á þeim" - „Englendingar kunna ekki að taka tapi" - „Sjáðu Englendinga gráta eftir tapið gegn Króatíu"

Króatísk sjónvarpsstöð sýndi myndband frá liðshóteli landsliðsins þar sem menn voru syngjandi og dansandi ofan á borðum.

Sjá einnig:
Dalic og Modric ekki sáttir með „ensku sérfræðingana"
Athugasemdir
banner
banner
banner