fim 12. júlí 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Nabil Fekir vill fara til Liverpool
Powerade
Nabil Fekir vill fara til Liverpool.
Nabil Fekir vill fara til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Darmian er á leið til Juventus.
Darmian er á leið til Juventus.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með slúðurskammt dagsins. Kíkjum á hann.



West Ham hefur rætt við Yaya Toure (35) sem er á förum frá Manchester City. Forráðamenn Hamranna eru hins vegar tvístígandi við að bjóða honum samning. (Sun)

Eftir kaupin á Cristiano Ronaldo er líklegt að Gonzalo Higuain (30) fari frá Juventus í sumar. Higuain hefur verið orðaður við Chelsea. (Caciomercato)

Chelsea er komið í bílstjórasætið í baráttunni um Jorginho (26) miðjumann Napoli. (London Evening Standard)

Manchester City vonast ennþá til að krækja í Jorginho. (Manchester Evening News)

Chelsea vonast til að Eden Hazard (27), Thibaut Courtois (26) og Willian (29) verði allir áfram hjá félaginu eftir að Maurizio Sarri tekur við sem stjóri. (Sun)

Everton er að reyna að kaupa kolumbíska varnarmanninn Yerri Mina (21) frá Barcelona. (Mirror)

Nabil Fekir (24) hefur sagt Lyon að hann vilji ennþá fara til Liverpool. Samningaviðræður félaganna sigldu í strand í vor en Fekir vill að þau taki aftur upp þráðinn. (Mirror)

Liverpool þarf að berjast fyrir því að halda Rhian Brewster (18) en PSG og Juventus vilja krækja í hann. Samningaviðræður Liverpool við Brewster hafa gengið illa. (Sun)

David Sullivan, annar af eigendum West Ham, segir að félagið sé í viðræðum við Felipe Anderson (25) miðjumann Lazio. (Sky Sports)

Cardiff er nálægt því að fá miðjumanninn Marko Grujic (22) aftur á láni frá Liverpool. (Football Insider)

WBA hefur áhuga á að fá Kemar Roofe (25) frá Leeds. Roofe var á láni hjá Víkingi R. sumarið 2011. (Birmingham Mail)

Juventus ætlar að reyna að fá Diego Godin (32) varnarmann Atletico Madrid. (Sun)

Ítölsku meistararnir hafa einnig átt í viðræðum við umboðsmenn Matteo Darmian (28) bakvörð Manchester United. Darmian gæti komið til Juventus á 17 milljónir punda. (Talksport)

Matthew Bondswell (16) vinstri bakvörður Nottingham Forest hafnaði Manchester United og Liverpool til að semja við RB Leipzig í Þýskalandi. (Sun)

Barcelona ætlar að reyna að fá miðjumanninn Adien Rabiot (23) frá PSG. (Mundo Deportivo)

Barcelona er einnig að fá varnarmanninn Clement Lenglet (23) frá Sevilla. (Goal)

Sporting Lisabon hefur fengið kvörtun frá UEFA eftir að Wolves krækti í markvörðinn Rui Patricio. Sporting vill fá 50 milljón punda greiðslu frá Wolves vegna málsins. (Birmingham Mail)

Bournemouth er í viðræðum við spænska félagið Leganes um vinstri bakvörðinn Diego Rico. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner