Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 12. júlí 2018 20:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Nestor Pitana dæmir úrslitaleik HM
Pitana lætur Kante heyra það í leik Frakklands og Úrúgvæ.
Pitana lætur Kante heyra það í leik Frakklands og Úrúgvæ.
Mynd: Getty Images
Nestor Pitana mun fá þann heiður að dæma úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Rússlandi þar sem Frakkland og Króatía eigast við.

FIFA hefur tilnefnt Nestor Pitana sem dómarann í úrslitaleik mótsins. Pitana mun því fá þann einstaka heiður að dæma bæði fyrsta og síðasta leik mótsins.

Þessi 43. ára gamli dómari dæmdi opnunarleik mótsins á milli Rússlands og Sádí Arabíu. Hann var einnig á flautunni þegar Frakkland sigraði Úrúgvæ auk þess að dæma leik Króatíu og Danmerkur í 16-liða úrslitunum.

Honum til aðstoðar verða þeir Hernan Maidana og Juan Belatti. Fjórði dómari verður Bjorn Kuipers. Það er von að dómaratríóið muni eiga góðan leik ásamt aðstoðarmönnum sínum sem sjá um VAR.
Athugasemdir
banner
banner