Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 12. júlí 2018 22:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pogba: Við erum ekki líklegri í úrslitaleiknum gegn Króatíu
Pogba veit að leikurinn á sunnudaginn verður erfiður.
Pogba veit að leikurinn á sunnudaginn verður erfiður.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba hefur ítrekað að Frakkland sé ekki líklegri aðilinn í úrslitaleiknum gegn Króatíu á sunnudaginn.

Frakkar eru almennt taldir líklegri aðilinn en Pogba hefur ekki áhuga á að hlusta á það umtal.

Ég held ekki að við séum líklegri aðilinn, þetta er úrslitaleikur heimsmeistaramótsins. Króatar eru virkilega sterkir andlega. Þeir komu til baka gegn Englandi. Þeir eru kannski búnir að spila meira en við uppbótartíma en það lið sem er ákveðnara mun sigra á sunnudaginn,” sagði Pogba.

Við verðum að vera eins og við erum, ekki að halda að við séum líklegri. Áður en mótið hófst voru efasemdir um okkur. Við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við viljum fara og vinna þennan bikar saman. ”

Samuel Umtiti tók undir orð Pogba og býst við góðum leik gegn erfiðu liði.

Við erum bara einbeittir á okkar leik og okkar frammistöðu. Við verðum að spila sem lið eins og við höfum gert hingað til í útsláttarkeppninni. Við erum ekki að hugsa um það að við séum líklegri. Við erum með fæturnar á jörðinni. Það er einn leikur eftir. Hann er sá mikilvægast af þeim öllum.”
Athugasemdir
banner
banner
banner