Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 12. júlí 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Rakitic var veikur daginn fyrir leik - 70. leikurinn á tímabilinu
Rakitic í leiknum gegn Íslandi í riðlakeppninni.
Rakitic í leiknum gegn Íslandi í riðlakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Rakitic, miðjumaður Króatíu, var veikur og með 39 stiga hita kvöldið fyrir leikinn gegn Englandi í undanúrslitum HM í gær.

Þessi magnaði leikmaður lét það ekki á sig fá og spilaði allar 120 mínútur í 2-1 sigri Króatíu í framlengdum leik í gær.

„Ég var með flensu í gærkvöldi. Ég lá í rúminu og reyndi að safna kröftum til að spila þennan leik," sagði Rakitic eftir leikinn í gærkvöldi.

„Ef ég þyfti að spila úrslitaleikinn með einungis einn fótlegg þá myndi ég gera það."

Rakitic er lykilmaður hjá Barcelona og hann var í gær að spila sinn 70. leik síðan síðastliðið sumar!

Athugasemdir
banner
banner