fim 12. júlí 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Stuðningsmenn Real Madrid vilja Mbappe
Mbappe er mikið orðaður við Real Madrid þessa dagana.
Mbappe er mikið orðaður við Real Madrid þessa dagana.
Mynd: FIFA
Samkvæmt spænska fjölmiðlinum Marca
virðast stuðningsmenn Real Madrid helst vilja fá Kylian Mbappe til félagsins.

Real Madrid hefur nú hafið leit sína að eftirmanni Cristiano Ronaldo sem er farinn til Juventus. Marca ákvað að búa til spurningakönnun sem um 200 þúsund aðdáendur svöruðu.

Könnunin leiddi í ljós að um 15% þátttakenda vildu fá Hazard og 14% vildu sjá Neymar í treyju Real Madrid. Það er hinsvegar ungstirni PSG sem sigraði kosningarnar en 54% þátttakenda vilja fá Mbappe til félagsins. Þá var Harry Kane með 10% atkvæða.

Það er spurning hvað Real gerir en það er ljóst að félagið þarf að laða að minnsta kosti eina stórstjörnu til félagsins fyrir tímabilið. Nú er spurning hvort að félaginu takist að uppfylla óskir aðdáenda sinna og næla í einn eða fleiri af þeim leikmönnum sem voru nefndir í könnuninni.
Athugasemdir
banner
banner