Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. júlí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Rosenborg: Algjör óþarfi hjá okkur
Úr leiknum í gærkvöldi.
Úr leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kåre Ingebrigtsen, þjálfara Rosenborg, var ekki skemmt eftir 1-0 tap liðsins gegn Val í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í gær.

Síðari leikurinn fer fram í Noregi næstkomandi miðvikudag en Íslandsmeistarar Vals eru með forystuna gegn norsku meisturunum.

„Þetta er algjör óþarfi hjá okkur. Við vorum óþolinmóðir í leit að marki og við náðum ekki að skjóta á markið þegar við fengum færi," sagði Kåre Ingebrigtsen við Viasat 4 eftir leik.

„Að gera 0-0 jafntefli hér hefði verið í lagi en að tapa er slæmt. Við þurfum að slá þetta lið út heima á Lerkendal, annars höfum við ekkert að gera í Meistaradeildinni."

Hér að neðan má sjá viðtal við Ólaf Jóhannesson, þjálfara Vals, eftir leikinn í gær.

Sjá einnig:
Eiður Aron: Hefur verið vesen fyrir mig að skora mörk
Skýrslan: Eiður Aron 1 - 0 Bendtner
Myndaveisla: Valur vann Bendtner og félaga í Rosenborg
Óli Jó: Eigum fína möguleika
Athugasemdir
banner
banner
banner