Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 12. júlí 2018 20:29
Egill Sigfússon
Túfa: Við verðum með VAR-herbergi á Akureyrarvelli í næsta leik!
3 menn, 3 stig
3 menn, 3 stig
Mynd: KA
KA mætti til Grindavíkur og vann 2-1 með marki í uppbótartíma í hörku leik. Túfa þjálfari KA-manna var í skýjunum með þrjú stig á þessum erfiða útivelli.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 KA

„Ég get ekki útskýrt mínar tilfinningar núna, hörkuleikur milli tveggja góðra liða sem ég held að hafi mæst 11 sinnum á síðustu tveim árum. Grindavík er lið sem ég virði mikið sem og Óla Stefán vin minn, að skora í lokin hér og taka þrjú stig er gríðarlega öflugt."

KA skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks sem dæmt var af og enginn skildi af hverju, Túfa lofar videó dómgæslu á Akureyri í næsta leik!

„Ég get ekki útskyrt hvað það var en eina sem ég lofa ykkur er að á Akureyrarvelli í næsta leik verður VAR-herbergi klárt með fimm sjónvörpum"

KA hafði aldrei náð að vinna tvo leiki í röð fyrr en í kvöld og Túfa sagði að liðið væri búið að spila mjög vel undanfarnar vikur.

„Okkar leikur er búinn að vera stígandi síðustu 5-6 vikur þar sem við höfum verið að sýna flottar frammistöður en ekki ná úrslitum en það er að koma núna. Ef þú ert að tengja sigra þá ferðu upp töfluna og við viljum klárlega vera í efri hlutanum."

Félagsskiptaglugginn opnar á sunnudaginn og Túfa segist vera með augun opinn fyrir styrkingum.

„Við ætlum að sjá til, það er ekkert ákveðið hjá okkur en við erum með ákveðið plan, ef við getum fengið leikmenn sem gera okkur betri þá tökum við þá að sjálfsögðu, í allar stöður."
Athugasemdir
banner
banner