Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 12. júlí 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal ætlar að refsa Koscielny
Unai Emery stjóri Arsenal ræðir við Koscielny.
Unai Emery stjóri Arsenal ræðir við Koscielny.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar að refsa Laurent Koscielny eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna.

Hinn 33 ára gamli Koscielny verður samningslaus næsta sumar en hann vill fá að losna frítt frá Arsenal núna.

Arsenal hefur neitað þeirri beiðni Koscielny og í kjölfarið ákvað leikmaðurinn að ferðast ekki með liðinu til Bandaríkjanna.

Þetta vakti litla lukku hjá forráðamönnum Arsenal sem ætla nú að refsa leikmanninum.

Koscielny hefur skorað 22 mörk í 255 leikjum með Arsenal síðan hann kom til félagsins frá Lorient í Frakklandi árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner