Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. júlí 2019 08:30
Fótbolti.net
„Hún var fyrst inn í klefa að dansa''
KR-konur unnu langþráðan sigur og komust upp úr fallsæti
KR-konur unnu langþráðan sigur og komust upp úr fallsæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar unnu loks sigur og komust upp úr fallsæti þegar þær lögðu Stjörnuna 1-0. Bojana Besic hætti þjálfun KR-liðsins á dögunum og Ragna Lóa Stefánsdóttir stýrði liðinu gegn Stjörnunni. Um þetta var rætt í nýjasta þætti Heimavallarins þar sem farið var yfir 9. umferð Pepsi Max deildarinnar.

„Geggjað hjá Rögnu Lóu að fá sigur. Tekur hún við skipinu til lengri tíma?“, spurði Mist Rúnarsdóttir.

„Nei, ekki til lengri tíma. Hún reddar þessu núna og þangað til einhver annar verður ráðinn. Kannski klárar hún seasonið. Ég held hún sé ekki að fara að taka þetta áfram,“ svaraði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, gestur þáttarins.

„Rögnu Lóu er létt. Maður sá það á Instagram-reikningi KR. Hún var fyrst inn í klefa að dansa,“ bætti Hulda Mýrdal við og Bára svaraði:

„Kannski er þetta líka bara eitthvað sem KR-liðið þarf, smá Pollýönnu og "stelpur, nú þurfum við aðeins að rífa okkur í gang hérna.“

„Eins og ég er búin að margsegja þá finnst mér þessi hópur ekki slakur“
sagði Bára að lokum og tóku þáttastýrur undir það.

„Þess vegna er maður svo pirraður yfir þessu. Þær eru með svo marga hæfileikaríka leikmenn,“ svaraði Hulda.

Smelltu hér til að hlusta á Heimavöllinn.
Athugasemdir
banner
banner