Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 12. júlí 2019 12:53
Magnús Már Einarsson
KR vill fá Emil Ásmunds fyrir næsta tímabil
Emil Ásmundsson.
Emil Ásmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur áhuga á að fá Emil Ásmundsson, miðjumann Fylkis, í sínar raðir fyrir næsta tímabil.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KR látið Fylki vita af því að félagið ætli að ræða við Emil um mögulegan samning fyrir næsta tímabil.

Emil verður samningslaus í október og samkvæmt reglum sem tóku gildi í fyrra þá mega félög byrja að ræða við samningslausa leikmenn með hálfs árs fyrirvara ef núverandi félag leikmanns fær að vita af því.

Í fyrrahaust náði KR að fá Alex Frey Hilmarsson frítt í sínar raðir frá Víkingi en hann hafði gengið frá samningi við félagið um sumarið.

Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti við Fótbolta.net í dag að félagið hafi áhuga á Emil en vildi ekki tjá sig frekar um málið.

Emil hefur ekkert leikið með Fylkismönnum síðan í 1. umferðinni í sumar vegna meiðsla en Árbæingar vonast til að hann snúi aftur á völlinn síðar í mánuðinum.

Emil er 24 ára gamall og uppalinn hjá Fylki en hann lék um tíma með unglinga og varaliði Brighton á Englandi áður en hann kom aftur í Árbæinn árið 2016.
Athugasemdir
banner