Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 12. júlí 2020 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Harpa er minn markmaður númer eitt"
Harpa hefur varið mark Þór/KA í Pepsi Max-deildinni og haldið einu sinni hreinu í þremur leikjum.
Harpa hefur varið mark Þór/KA í Pepsi Max-deildinni og haldið einu sinni hreinu í þremur leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, svaraði þeirri spurningu um síðustu áramót hver yrði aðalmarkvörður Þórs/KA á komandi leiktíð. Hann fékk spurninguna þar sem það var orðið ljóst að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, sem hafði verið í leikmannahópi Þór/KA árin á undan, yrði ekki í leikmannahópnum á komandi leiktíð.

„Við horfum ekki á neitt erlendis frá í markmannamálum. Við vorum eitthvað að spá í íslenskum leikmönnum þegar við veltum málunum fyrst fyrir okkur. En svo kom það á daginn að við erum að fá leikmann til okkar úr námi, hana Hörpu [Jóhannsdóttur], sem hefur verið loðandi við liðið síðustu ár, við ætlum að treysta á hana," sagði Andri í viðtali 30. desember.

Sjá einnig:
Harpa Jóhannsdóttir fær traustið sem aðalmarkvörður Þór/KA (30. des, '19)

Í vor gekk svo Lauren Amie Allen, sem varði mark Tindastóls síðasta sumar, í raðir Þór/KA. Lauren lék í marki Þór/KA í bikarnum í gær en Harpa hafði varið mark Þór/KA í fyrstu þremur deildarleikjunum. Andri var aftur spurður út í markvarðarstöðuna í viðtali sem má sjá í heild sinni neðst í fréttinni.

„Staðan er ennþá þannig [að Harpa er aðalmarkvörður]. Við vorum búin að ákveða að Lauren fengi bikarleikina og svo sjáum við bara til hvernig staðan er á þessum tveimur markvörðunum. En já, Harpa er minn markmaður númer eitt," sagði Andri.
Andri Hjörvar: Lúxus að geta gert svona breytingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner