banner
   mán 12. júlí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd ræðir við Varane
Mynd: EPA
Manchester United hefur fengið leyfi til að byrja að ræða við franska miðvörðinn Raphael Varane.

Það er Sky Sports sem segir frá þessu.

Ef United nær samkomulagi við Varane sjálfan, þá mun félagið reyna að ná saman við Real Madrid um kaupverð á leikmanninum.

Manchester United vill kaupa miðvörðinn 28 ára gamla, sem á ár eftir af samningi sínum við spænska stórveldið.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, er vill styrkja hjarta varnarinnar og er líklegt að Varane og Victor Lindelöf yrðu í samkeppni hvor spili við hlið Harry Maguire.

Talið er að Paris Saint-Germain hafi einnig áhuga á leikmanninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner