Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 12. júlí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mjög erfitt að missa þær, það segir sig sjálft"
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir er búin að semja við þýska stórliðið Bayern München.

Glódís skrifar undir þriggja ára samning en hún kemur frá sænska félaginu Rosengård.

Glódís hefur verið algjör lykilmaður í liði Rosengård undanfarin fjögur ár og er stór ástæða fyrir því að liðið er á toppi sænsku deildarinnar núna. Rosengård hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni það sem af er tímabili.

Sænsku landsliðskonurnar Anna Anvegård og Nathalie Björn hafa einnig yfirgefið félagið, sem og þjálfarinn Jonas Eidevall sem var ráðinn til Arsenal á Englandi.

„Allar þrjár hafa þær skipt miklu máli fyrir félagið og hjálpað okkur að verða betra lið. Það er gaman að sjá þær taka næsta skref en það verður mjög erfitt að fylla þeirra skarð," segir Therese Sjögran, yfirmaður íþróttamála hjá Rosengård, við Expressen.

„Það er ljóst að það er mjög erfitt að missa þær, það segir sjálft. En við getum ekki bara lagst niður og gefist upp. Við verðum að reyna að fylla þeirra skarð."

Hún segir að Rosengård þurfi núna að endurbyggja liðið þar sem stórir póstar eru farnir.
Athugasemdir
banner
banner