Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. júlí 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pedri besti ungi leikmaðurinn á EM
Pedri er á mála hjá Barcelona.
Pedri er á mála hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
UEFA valdi Pedri, miðjumann Spánar, sem besta unga leikmann Evrópumótsins.

Pedri er aðeins 18 ára gamall en fékk stórt hlutverk í liði Spánar og stóð sig vel. Spánn komst í undanúrslitin en tapaði þar fyrir Ítalíu.

Besti leikur Pedri var líklega í undanúrslitunum þar sem hann kláraði 65 af 66 sendingum sínum í 120 mínútum af fótbolta.

Tómas Þór Þórðarson valdi Pedri í úrvalslið mótsins. „Tólf ára gamall, er hann er ekki miðjumaður mótsins," sagði Tómas Þór í útvarpsþættinum á laugardag.

„Það er örugglega ekkert ótrúlega gaman að halda með Barcelona þessa dagana; það eru einhver peningavandræði og þú veist ekki hvort að Messi sé að koma eða fara. Áður en ég færi að sofa, þá myndi ég samt hugsa: 'Við erum með Pedri. Við erum alla vega með Pedri, það verður ekki verra en það."

Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, var valinn leikmaður mótsins, Cristiano Ronaldo var markahæstur og Jordan Pickford fékk gullhanskann fyrir að halda oftast hreinu.
Útvarpsþátturinn - EM Hjammi, Theodór Elmar og Kjartan Henry
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner