Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 12. júlí 2021 21:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max-deildin: Leiknir upp í sjötta sætið - Annar sigur KR í röð
Manga Escobar á skotskónum!
Manga Escobar á skotskónum!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Arnþór var hetja Vesturbæinga í kvöld.
Arnþór var hetja Vesturbæinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í kvöld, leikirnir voru liðir í 12. umferð deildarinnar. Leiknir lagði ÍA í Breiðholti og KR vann 1-0 sigur á Keflavík í Vesturbæ Reykjavíkur.

Þetta var annar sigur KR í röð en liðið vann gegn KA í síðustu umferð. Það var Arnþór Ingi Kristinsson sem skoraði eina mark leiksins á 7. mínútu leiksins.

„LITLA MARKIÐ!!! VÁÁÁÁÁ! Þvílíka markið hjá Arnþóri Inga. Boltinn skoppaði til hans eftir hornspyrnu og hann lét vaða og Sindri var illa staðsettur eftir úthlaup í horninu og boltinn í slánna og inn," skrifaði Matthías Freyr Matthíasson í textalýsingu frá leiknum.

KR fékk vítaspyrnu á 70. mínútu en Sindri Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur varði frá Pálma Rafni Pálmasyni. Keflavík tókst ekki að jafna og KR tókst ekki að bæta við og því urðu lokatölur 1-0.

Í Breiðholti komust heimamenn yfir á 19. mínútu þegar Sævar Atli skoraði sitt níunda mark í sumar. Hann skoraði eftir undirbúning frá Daníel Finns Matthíassyni. Á 67. mínútu bætti Manga Escobar við forystu Leiknis, Manga skoraði þá með skoti eftir flottan sprett. Markið var hans fyrsta í sumar og fyrsta mark Leiknis, sem ekki er skorað af Sævari Atla, frá því 16. maí.

ÍA er áfram í neðsta sæti, fimm stigum frá öruggu sæti. Leiknir fer upp í sjötta sætið með sigrinum og er komið með fjórtán stig. Keflavík er í sjöunda sætinu og KR er í 4. sætinu með 21 stig.

Leiknir R. 2 - 0 ÍA
1-0 Sævar Atli Magnússon ('19 )
2-0 Andres Ramiro Escobar Diaz ('67 )
Rautt spjald: Hlynur Helgi Arngrímsson, Leiknir R. ('65)
Lestu um leikinn

KR 1 - 0 Keflavík
1-0 Arnþór Ingi Kristinsson ('7 )
1-0 Pálmi Rafn Pálmason ('71 , misnotað víti)
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner