Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 12. júlí 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Pickford framúrskarandi - Átti hann að taka næsta víti Englands?
Mynd: EPA
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun og var þá meðal annars spurður út í frammistöðu markvarðarins Jordan Pickford á EM alls staðar.

„Mér fannst hann eiga frábært mót. Það eru margir leikmenn sem spiluðu stórkostlega. Menn hafa verið með efasemdir um sæti Pickford í liðinu en hann hefur sýnt mikinn stöðugleika í góðum frammistöðum fyrir okkur," segir Southgate.

Reglulega kemur upp sú umræða að Pickford sé ekki nægilega góður til að vera aðalmarkvörður Englands.

„Hann var algjörlega framúrskarandi á mótinu."

Mirror telur að Pickford hafi átt að taka fyrstu vítaspyrnu Englands í bráðabana ef til hans hefði komið.
Athugasemdir
banner
banner
banner