Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. júlí 2021 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Lengjudeildin sé deildin til að horfa á
Lengjudeildin
Fram er langbesta lið Lengjudeildarinnar.
Fram er langbesta lið Lengjudeildarinnar.
Mynd: Raggi Óla
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, ráðleggur fólki að horfa á Lengjudeildina.

Fram er með níu stiga forystu á toppi deildarinnar en þjálfari þeirra segir að ekkert sé klappað og klárt enn.

„Ég gat að sjálfsögðu ekki séð þessa stöðu fyrir um mitt tímabil, en við vissum alveg að við höfðum lið og mannskap til að berjast um að fara upp. Við ætlum ekki að fagna neinu enn, það er nóg eftir en við erum vissulega á réttri leið," sagði Jón eftir sigur á Aftureldingu síðasta föstudag.

„Við erum búnir að safna mikið af stigum í sarpinn og þau verða þar. Við þurfum enn að bæta við til að fara upp og það er markmiðið. Næsti leikur er á fimmtudaginn, það eru þrjú stig í boði og við viljum þau."

Er Fram óstöðvandi?

„Eins og er, þá erum við það - jájá. Við erum búnir að spila fullt af jöfnum og erfiðum leikjum. Það er enginn leikur auðveldur í þessari deild, það er mikið af góðum gæða fótbolta og held að þetta sé deildin til að horfa á. Hérna eru skoruð mörkin og spilaður fótbolti. Við hefðum getað tapað einhverjum af þessum leikjum og það er ekkert gefið í þessu," sagði Nonni en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Jón Sveins: Það eru allir orðaðir við Víking
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner