Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 12. júlí 2021 12:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skemmtilegustu leikir Evrópumótsins
Granit Xhaka eftir sigur Sviss á Frakklandi.
Granit Xhaka eftir sigur Sviss á Frakklandi.
Mynd: EPA
Evrópumótið er því miður á enda komið eftir mjög skemmtilegan mánuð.

Ítalía stóð uppi sem sigurvegari og England tók silfrið eftir mjög dramatískan úrslitaleik sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni.

Það voru margir skemmtilegir leikir á mótinu en eftir einkunnagjöf áhorfenda voru tveir leikir sem stóðu upp úr. Þeir fóru báðir fram sama dag og voru í 16-liða úrslitunum.

Í fyrsta lagi var það leikur Frakklands og Sviss sem endaði 3-3 og fór í vítaspyrnukeppni. Þar fór Sviss óvænt með sigur af hólmi, en þeir lentu 3-1 í leiknum. Fyrr um daginn vann Spánn 5-3 sigur á Króatíu í framlengdum leik.

Þetta voru tveir bestu leikir mótsins að mati áhorfenda en næst kom leikur Þýskalands og Portúgal, sem endaði með 4-2 sigri Þjóðverja.

Hér að neðan má sjá hvaða leikir voru kosnir bestir af áhorfendum.
Athugasemdir
banner
banner
banner