lau 12. ágúst 2017 15:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Brighton og Man City: Tvær breytingar frá „Ofurleiknum"
Fylgst með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu
Walker kemur inn í byrjunarlið Man City.
Walker kemur inn í byrjunarlið Man City.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laugardagsveislunni í enska boltanum lýkur á leið Brighton og Manchester City núna kl. 16:30.

Brighton, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, fær verðugt verkefni í fyrsta leik, gegn Pep Guardiola og hans lærisveinum.

Manchester City kom og mætti West Ham í Laugardalnum fyrir rúmri viku og unnu þar öruggan 3-0 sigur. Frá þeim leik gerir Guardiola tvær breytingar. Hann setur Kyle Walker og Fernandinho í byrjunarliðið fyrir Yaya Toure og Leroy Sane, sem eru báðir á bekknum.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Brighton: Ryan, Bruno, Dunk, Duffy, Suttner, Brown, Propper, Stephens, March, Gross, Hemed.
(Varamenn: Maenpaa, Huenemeier, Rosenior, Sidwell, Murphy, Knockaert, Murray)

Byrjunarlið Manchester City: Ederson, Walker, Kompany, Otamendi, Stones, Danilo, Fernandinho, De Bruyne, D Silva, G Jesus, Aguero.
(Varamenn: Bravo, Bernardo, Sterling, Sane, Mangala, Foden, Yaya Toure)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner